Fara í efni

Heilsu- og forvarnarvikan fer vel af stað í Suðurnesjabæ

Heilsu- og forvarnarvikan fer vel af stað í Suðurnesjabæ

Heilsu- og forvarnavikan á Suðurnesjum fór vel af stað í gær. Vel var mætt á fyrsta viðburðinn í Suðurnesjabæ sem var fyrirlestur um hámarksheilsu með Sigurjóni Erni ultra hlaupara. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í vikunni og nýta sér þjónustu, fræðslu og viðburði sem boðið er uppá á svæðinu í þeim tilgangi að efla heilsu og vellíðan.