Fara í efni

Græni iðngarðurinn í grænni uppbyggingu

Græni iðngarðurinn í grænni uppbyggingu

Smám saman er að færast aukið líf hjá Græna iðngarðinum í Suðurnesjabæ. 

Í samvinnu við Suðurnesjabæ er iðngarðurinn að vinna í trjárækt og umverfisverkefnum á lóð garðsins.  Í gær, fimmtudaginn 13. júlí hófst gróðursetning trjágróðurs á lóð garðsins, þar sem fulltrúar sendiráða Bandaríkjanna og Kanada, gestir frá Mikluvötnum í Kanada og bæjarstjóra Suðurnesjabæjar, ásamt forsvarsmönnum Græna iðngarðsins tóku til hendinni og gróðursettu tré.

Græni iðngarðurinn mun bjóða gestum sínum að planta trjám á lóð iðngarðsins og taka þannig þátt í grænni uppbyggingu á svæðinu.  Það verður spennandi að fylgjast með uppbyggingu Græna iðngarðsins, enda mörg spennandi verkefni í farvatninu hjá iðngarðinum.