Fara í efni

Gerðaskóli auglýsir stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2023-2024

Gerðaskóli auglýsir stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2023-2024

Gerðaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starfshlutfall.


Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Gildi skólans eru; virðing – ábyrgð -  árangur – ánægja

Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans,  www.gerdaskoli.is

Stuðningsfulltrúi er kennara til stuðnings við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemanda á stuðningi í þeim tilvikum þar sem það er hægt.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám
  • Reynsla af starfi með börnum kostur
  • Metnaður og áhugi til að mæta ólíkum nemendum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

Samkvæmt lögum um grunnskóla er skilyrði að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.

Ráðið er í öll störf óháð kyni og er umsóknarfrestur til 25. júní 2023. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu berast á netfangið eva@gerdaskoli.is

 Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050