Fara í efni

Gerðaskóli 150 ára

Gerðaskóli 150 ára

Undanfarnar vikur hafa nemendur og starfsfólk í Gerðaskóla undirbúið afmælishátíð og sögusýningu í tilefni af 150 ára afmæli skólans. Áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti og munu nemendur meðal annars vinna að verkefnum tengdum afmælinu á þemadögum þann 5. og 6. október. Blásið verður til afmælishátíðar fyrir nemendur og foreldra þann 7. október frá kl. 10-12. Formleg opnun sögusýningar og afmælishátíð verður svo frá kl. 15-17 þann sama dag. Það voru þær Kristbjörg Freyja Óladóttir, Þórdís Sara Þórisdóttir og Þórhildur Lísa Jónatansdóttir nemendur í 10. bekk sem útbjuggu þetta fallega boðskort í afmælisundirbúningnum.

Skólinn var stofnaður þann 7. október árið 1872 en hann er þriðji elsti barnaskólinn á landinu. Afmælið er afar merkur áfangi í sögu skólans sem hefur skipað stórt hlutverk í samfélaginu okkar síðastliðin 150 ár.