Fórst þú í ratleik á öskudaginn?
Fórst þú í ratleik á öskudaginn?
05. mars 2021
Á Öskudaginn var boðið uppá tvo ratleiki í Suðurnesjabæ þar sem íbúar gátu farið í göngutúra um hverfin tvö og safnað stigum. Hugmyndin var að þátttakendur myndu skrifa nöfn sín í gestabækur á endastöð í hvoru hverfinu fyrir sig til að komast í lukkupott sem dregið yrði úr.
Því miður voru gestabækurnar eyðilagðar og þar með var ekki hægt að draga út heppna aðila.
Við ætlum þó ekki að gefast upp!
- Ef íbúar eru enn með leikinn/appið í símanum er hægt að taka skjámynd af stigastöðunni og senda okkur myndina (sjá mynd með frétt).
- Íbúar eru hvattir til þess að reyna við ratleikina aftur, að hluta eða í heild, taka skjámynd af stigum og senda okkur myndina.
Skilafrestur mynda er til 19. mars og myndir skulu sendast með nafni í tölvupósti á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is.
Við hvetjum íbúa til að kanna umhverfi sitt og taka þátt í leiknum!
Appið heitir Ratleikjaappið og er til fyrir bæði Android síma og Iphone.
Það er margt að skoða í Suðurnesjabæ – Góða skemmtun! 