Fara í efni

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Veðurspár gera ráð fyrir slæmu veðri næstu daga og er til dæmis appelsínugul viðvörun vegna slæmrar veðurspár í nótt og fram á morgundaginn, þriðjudaginn 7. febrúar.  Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi yfir snemma í fyrramálið, á þeim tíma þegar fólk fer almennt til vinnu og nemendur mæta til skóla.  Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir slyddu en mögulega éljum um tíma og mögulega verða þrumur og eldingar meðan versta lægðin gengur yfir.

Aðgerðastjórn hvetur alla til að vera á varðbergi, fylgjast vel með veðurspá og framgangi veðurs fram á morgundaginn.  Foreldrar og forráðamenn skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með veðri í fyrramálið og fylgja börnum í og úr skóla ef aðstæður kalla.

Aðgerðastjórn almannavarna verður virkjuð í nótt og verða helstu viðbragðsaðilar á vaktinni fram í morgundaginn.