Fara í efni

Árleg heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum verður haldin 3.-9. október

Árleg heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum verður haldin 3.-9. október

Árleg heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum verður haldin 3.-9. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunnu er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku bæjarbúa. Allskyns viðburðir verða í boði fyrir íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins og hvetjum við alla til að  til þess að huga að heilsunni og taka virkan þátt.

Mánudagur 3. október

Hámarksheilsa með Sigurjóni Erni fyrirlestur kl. 20:00 á bókasafninu  í Sandgerði.

Skýjaborg og Elding : 8.-10.bekkur Hollt og gott millimál

Þriðjudagur 4. október

Heilsuefling eldra fólks fyrirlestur í Vörðunni kl. 14:15

Sundkennsla fyrir fullorðna kl. 18:00 í Sundlaug Sandgerðis

Skýjaborg: Þriðjudagur - 5.-7.bekkur heilsukappàt 

Miðvikudagur 5. október

Skýjaborg: 8.-10.bekkur íþróttahús Survivor

Elding: 8.-10.bekkur ávextir og grænmeti með hollri ídýfu 

Fimmtudagur 6. október

Gengið milli vita í súpu og drykk. Gangan hefst við gamla Garðsskagavita og gengið verður að Sandgerðisvita og endað í ljúffengri sjávarréttassúpu og drykk á Sjávarsetrinu.

Sundkennsla fyrir fullorðna kl. 18:00 í Sundlaug Sandgerðis

Elding: Fimmtudagur - 5.-7.bekkur heilsukappàt

Föstudagur 7. október

Skýjaborg og Elding: 8.-10.bekkur íþróttahús Jógaboltafótbolti 

Í boði alla vikuna

  • Golfklúbbur Sandgerðis býður íbúum að spila frítt á Kirkjubólsvelli
  • Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis bjóða íbúum frítt í ræktina