Fara í efni

Laus störf í Gerðaskóla

Laus störf í Gerðaskóla

Gerðaskóli auglýsir eftirfarandi stöður lausar fyrir næsta skólaár.

  • Umsjónarkennari á yngsta stigi
  • Heimilisfræði
  • Sérkennari
  • Þroskaþjálfi

Menntunar- og hæfniskröfur – Umsjónarkennari á yngsta stigi

  • Leyfisbréf grunnskólakennara.
  • Vilji til að mæta ólíkum nemendum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt.
  • Áhugi og metnaður fyrir góðum foreldrasamskiptum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnaleit.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Menntunar- og hæfniskröfur – heimilisfræðikennari

  • Leyfisbréf grunnskólakennara.
  • Vilji til að mæta ólíkum nemendum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt.
  • Áhugi og metnaður fyrir góðum foreldrasamskiptum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnaleit.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur – Sérkennari

  • Leyfisbréf grunnskólakennara.
  • Meistarapróf í sérkennslufræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi.
  • Farsæl reynsla af starfi með börnum og unglingum með sérþarfir.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnaleit.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni:

  • Veita nemendum leiðsögn og stuðning.
  • Eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Halda utan um þjálfun og daglegt starf.
  • Vinna að áætlanagerð og mati á framvindu nemenda í samráði við deildarstjóra skólaþjónustu.
  • Sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur – Þroskaþjálfi

  • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi.
  • Farsæl reynsla af vinnu með nemendum með sérþarfir.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
  • Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Vilji til að mæta ólíkum einstaklingum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt.
  • Góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni:

  • Annast þjálfun og kennslu nemenda.
  • Aðlaga nám og námsumhverfi fyrir nemendur með sérþarfir.
  • Stuðla að velferð nemenda og veita þeim aðgang að fjölbreyttu námi þar sem unnið er út frá áhugamálum og styrkleikum hvers og eins.
  • Halda utan um gerð einstaklingsáætlana.
  • Vera ráðgefandi um umönnun og íhlutun vegna nemenda.
  • Halda utan um mál einstakra nemenda og sitja í þverfaglegu teymi.

Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugsamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Ráðið er í öll störf óháð kyni og er umsóknarfrestur til 25. mars 2022. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu berast á netfangið eva@gerdaskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir skólastjóri í síma 425 3050