Fara í efni

Dagana 22. til 28. ágúst ætlum við að halda bæjarhátíð í Suðurnesjabæ

Dagana 22. til 28. ágúst ætlum við að halda bæjarhátíð í Suðurnesjabæ

Síðasta haust var haldin bæjarhátíð í Suðurnesjabæ sem bar vinnuheitið „Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ“. Hátíðin var sniðin að því ástandi sem þá ríkti í samfélaginu og kom í stað hátíðar sem vinnuhópur hafði unnið að skipulagningu við allt sumarið.

Vinnuhópurinn hefur þegar hafið störf að nýju en hann samanstendur af starfsmönnum Suðurnesjabæjar, fulltrúum frá Gerðaskóla og Sandgerðisskóla, Ungmennaráði Suðurnesjabæjar, björgunarsveitunum Sigurvon og Ægi og fulltrúum frá Knattspyrnufélögunum í Suðurnesjabæ, Reyni og Víði. Hátíðin heyrir undir Ferða-, safna- og menningarráð og munu starfsmenn stjórnsýslusviðs halda utan um skipulagið.

Bæjarhátíðin mun fara fram síðustu dagana í ágúst, 22. -28. ágúst og mun aðalhátíðisdagurinn fara fram við Sandgerðisskóla laugardaginn 27. ágúst. Enn er óljóst hvert framtíðarnafn hátíðarinnar verður en vinnuhópur mun skýra frá nafni við fyrsta tækifæri.

Dagskrá er enn í mótun og munu drög birtast á heimasíðu Suðurnesjabæjar og dagskrárliðir bætast við jafnt og þétt.

Áfram verður unnið með grunnlitina bleikan og fjólubláan líkt og síðasta haust en íbúar eru hvattir til þess að nýta aðra liti með eins og þeir vilja og nýta skraut sem þegar er til á heimilum.

Drög að dagskrá:

Mánudagurinn 22. ágúst

· Ljósaganga á stígnum á milli Garðs og Sandgerðis.

Þriðjudagurinn 23. ágúst

· Litahlaup hjá nemendum grunnskólanna í Suðurnesjabæ.

· Pottakvöld karla og kvenna í sundlaugum Suðurnesjabæjar.

· Víðir – Vængir Júpíter kl 18.00 á Nesfisksvellinum.

Miðvikudagurinn 24. ágúst

· Dagskrá fyrir ungt fólk í Tónlistarskólanum í Garði.

· Harmonikuball og hnallþórukeppni í Miðgarði - óstaðfest.

Fimmtudagurinn 25. ágúst

· Partýbingó – óstaðfest.

· Sagnakvöld – óstaðfest.

·Listasýning

Föstudagurinn 26. ágúst

· Sundlaugarskemmtun fyrir börn- og unglinga.

· Norðurbær - Suðurbær.

· Ball í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Nánar auglýst síðar.

· Listasýning

Laugardagurinn 27. ágúst

· Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn.

· Blue völlurinn. Reynir – Magni kl 14.00

· Hátíðardagskrá við Sandgerðisskóla (dag – og kvölddagskrá)

· Flugeldasýning

Sunnudagurinn 28. ágúst

· Bílabíó - óstaðfest

· Götubitar – óstaðfest

· Listasýning