Fara í efni

Breytingar á starfsemi á skrifstofum Suðurnesjabæjar vegna sóttvarnareglna.

Breytingar á starfsemi á skrifstofum Suðurnesjabæjar vegna sóttvarnareglna.
Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar fundaði í dag þar sem farið var yfir stöðu mála í Suðurnesjabæ. Ákvörðun var tekin um að takmarka aðgengi að ráðhúsum frá og með 3.janúar 2022 og verður starfsfólki skipt upp í minni hópa og þess gætt að ekki sé samgangur milli hópa.
Skrifstofurnar verða opnar frá kl 11.00-13.00 fyrir almenning en við bendum fólki á að hægt er að hringja í síma 425-3000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is