Fara í efni

Breytingar á hátíðarsvæði vegna veðurs

Breytingar á hátíðarsvæði vegna veðurs

Vegna veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að færa hluta af leiktækjum inn í sal íþróttahúsins í Sandgerði, þar verða hoppukastalar og loftboltar. Inngangurinn í íþróttahúsið verður í gegnum Sandgerðisskóla. Gengið inn um aðalinngang og í gegnum salinn. Á sal skólans verður Háskólalestin, sölubásar og veitingasala.Hátíðarsvæðið og sviðið verður að þessu sinni norðanmegin, við aðalinngang Sandgerðisskóla. 

Dagskráin er frábær þó veðrið sé aðeins að stríða okkur. Við vonum að það komi ekki að sök og hvetjum öll til að mæta og njóta dagsins.

  • Sölubásar í umsjón Barna og unglingaráðs Reynis/Víðis.

13:00-15:00 Andlitsmálning barnanna

14:00-16:00 Háskólalestin

  • Háskólalest Háskóla Íslands verður með opið vísindahús í sal Sandgerðisskóla. Fjör og fræðsla fyrir alla fjölskylduna.

13:00-15:30 Fjölskylduskemmtun á sviði

  • Leikskólabörn Suðurnesjabæjar syngja
  • Söngvasyrpa Lottu. Atriðið er brot af því besta í gegnum árin.
  • VÆB bræður 
  • Bestu lög barnanna
  • BMX brós

20:00-22:00 Kvöldskemmtun á sviði

  • Lalli Töframaður
  • Jóhanna Guðrún
  • Birnir
  • Róbert Andri með brekkusöng
  • Sigga og Grétar flytja vinsælustu Stjórnar smellina

22:15 Flugeldasýning í umsjá Björgunarsveitarinnar Sigurvonar

  • Staðsetning: Sjávargata við Sandgerðishöfn.

Dagskrá utan hátíðarsvæðis

  • 09:00 Golfklúbbur Sandgerðis-Opna Icewear mótið - Skráning á golf.is/golfbox. Mótsgjald: 6.500 kr. Glæsilegir vinningar.
  • 10:00-20:00 Fornbílasýning - Fornbílar til sýnis á planinu við gömlu slökkvistöðina í Sandgerði.
  • 10:00-17:00 Byggðasafnið á Garðskaga - Sýning á ljósmyndum úr Garði og Sandgerði. Sýning um vitana í Suðurnesjabæ. Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna.
  • 11:00 Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn
  • 13:00-17:00 - Sjólyst/Unuhús - Kaffi og vöfflur á boðstólum. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði koma fram kl. 15:00
  • 16:00 Bjórhlaup Litla brugghússins - Mæting kl. 15:30 við Víðishúsið. Forskráning og nánari upplýsingar á Facebook undir „Bjórhlaup Litla brugghússins“ Þátttökugjald 4.000 kr. en 4.500 kr. á hlaupadegi.
  • 16:00 Reynir-Haukar á Brons vellinum 
  • 14:00-17:00 Opið hús í Miðhúsum - Kaffi og kleinur, söluvarningur og nemendur úr Tónlistarskóla Sandgerðis.
  • 22:30 Sjávarsetrið - Diddi trúbador spilar að lokinni flugeldasýningu, frítt inn.