Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Breyting á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Gauksstaðir – Aukning byggingarmagns

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti 2. október 2024 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting er gerð á skilmálum svæðis VÞ6, sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint fyrir verslun og þjónustu. Þar er gert er ráð fyrir 15 smáhýsum fyrir 50 gesti og verður það eftir sem áður.

Breytingin felst í að hámarksstærð smáhýsa verður 47 m² í stað 30 m² áður og að hámarksbyggingarmagn á reit VÞ6 eykst því úr 800 m² í allt að 1.050 m².

Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti A601 – dags. 18.07.2024, í mkv. 1:10.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Suðurnesjabæjar.

Breyting á skilmálum aðalskipulagi við Gauksstaði - Uppdráttur

Suðurnesjabæ 17. október 2024.

Jón Ben Einarsson skipulagsfulltrúi