Benedikt hýtur viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum
Benedikt Gunnarssyni var veitt viðurkenning íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum í sveitarfélaginu. Viðurkenningin var afhent á kjöri um íþróttamann ársins í Suðurnesjabæ sem fram fór fimmtudaginn 12. janúar í Vörðunni. Í samantekt um störf Benedikts kom m.a. fram að hann hefur verið hluti af teymi Golfklúbbs Sandgerðis frá stofnun hans árið 1984. Vekefni Benedikt hafa verið allt frá því að moka holur og setja í þær málningarfötur í upphafi yfir í það að byggja og laga klúbbhús eða taka þátt í uppbyggingu á nýjum 18 holu golfvelli. Alltaf var hann klár í að aðstoða og taka þátt. Hann var einnig ásamt öðrum, forsprakki af barna og unglingastarfi golfklúbbsins, kenndi þar grunnin og þeystist svo með alla landshornanna á milli og óhætt að segja að líflegasti tími barna- og unglingastarfs klúbbsins hafi verið á þessum tíma. Benedikt var kærlega þakkað fyrir sitt framlag.