Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga 1. júní 2024
		Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga 1. júní 2024	
	
			
					13. maí 2024			
	
	Frá og með mánudeginum 13. maí verður unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Ráðhúsi Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4 í Garði á eftirfarandi tímum:
- mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30 til 15:00.
- föstudaga frá kl. 09:30 til 12:30.
Kjósendur skulu hafa meðferðis og framvísa gildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).
