Fara í efni

Ásabraut – Endurgerð götu, 1. áfangi.

Ásabraut – Endurgerð götu, 1. áfangi.

Suðurnesjabær í samstarfi við Íslenska aðalverktaka hf. mun fara í endurgerð á fyrsta áfanga Ásabrautar. Framkvæmdir hefjast um mánaðarmótin febrúar/mars 2023.

Svæðið sem unnið verður við nær frá Suðurgötu upp að hraðahindrun ofan við afleggjara að leikskólanum Sólborgu, u.þ.b. 140 m. kafli. Vatns- og fráveitulagnir verða endurnýjaðar ásamt gangstéttum og gróðursvæðum. Að auki við það verður Suðurgata þveruð og skipt um lagnir sem tengjast inn á stofnlagnir í Suðurgötu.

Framkvæmdirnar munu óhjákvæmilega hafa í för með sér óþægindi en reynt verður eftir besta megni að tryggja íbúum götunnar aðgengi að heimilum sínum. Óskað er eftir að bílum verði ekki lagt úti á götu til að tryggja betri vinnuaðstöðu fyrir framkvæmdaaðila.

Gera má ráð fyrir að verktími á fyrsta áfanga verði um fjórir til fimm mánuðir, allt eftir veðri og aðstæðum.

Við biðjumst velvirðingar á þeim röskunum sem þessi framkvæmd kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi.

Skipulags- og umhverfissvið Suðurnejabæjar.

Ásabraut