Vitadagar-hátíð milli vita
		Vitadagar-hátíð milli vita	
	
			
					21. ágúst 2025			
	
	Bæjarhátíðin Vitadagar-hátíð milli vita hefst mánudaginn 25.ágúst næstkomandi.
Dagskráin er fjölbreytt og stendur frá mánudeginum 25.ágúst til sunnudagsins 31.ágúst.
Hátíðarsvæðið í ár er við Garðskaga en hátíðarsvæðið skiptist á milli bæjarkjarna á milli ára og var síðast við Sandgerðisskóla.
Við viljum sérstaklega hvetja fólk til að skreyta nærumhverfi sitt með hverfalitunum en skiptinguna má sjá hér fyrir Garðinn og hér fyrir Sandgerði.
Fylgist endilega með á Facebook síðu Vitadaga, en þar koma inn ýmsar upplýsingar.
Það er lífleg og skemmtileg vika framundan í Suðurnesjabæ sem við vonum að bæjarbúar taki virkan þátt í. Dagskrárbæklingur verður borinn út í öll hús Suðurnesjabæjar á næstu dögum.