Vitadagar fara vel af stað
Vitadagar fara vel af stað
27. ágúst 2025
Vitadagar - hátíð milli vita hefur farið einstaklega vel af stað og þátttaka verið afar góð. Viðburðir fyrstu daga hátíðarinnar hafa verið vel sóttir og rík stemning myndast þar sem íbúar og gestir taka virkan þátt.
Ferða-,safna- og menningarráð vill hvetja íbúa Suðurnesjabæjar til að taka virkan þátt í hátíðinni ásamt því að skreyta heimili og nærumhverfi í hverfalitum. Ráðið vill einnig minna á að verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið í hvorum byggðarkjarna. Það er því tilvalið að sýna lit og sköpunargleði og lífga þannig upp á bæinn okkar.
Veðrið leikur við gesti hátíðarinnar, sólin skín í dag og spáin lofar góðu næstu daga. Við vonum því að íbúar haldi áfram að taka virkan þátt í hátíðinni og njóti alls þess sem í boði er.