Fara í efni

Vinnuskólinn í Suðurnesjabæ

Vinnuskólinn í Suðurnesjabæ

Vinnuskóla Suðurnesjabæjar fer nú senn að ljúka. Ungmennin eru búin að vera mjög dugleg að sinna ýmsum verkefnum í sumar, sólin hefði þó mátt láta sjá sig oftar. Helstu verkefni ungmennana hafa verið að fegra beð og götur bæjarins, einning hafa þau verið að aðstoða við fótbolta-og leikjanámskeið og að mála hin ýmsu listaverk um bæinn.

Vinnuskólinn er hugsaður til að virkja ungmenni félagslega, hjálpa þeim að halda rútínu og draga úr félagslegri einangrun á sumrin. Mikið hefur verið lagt upp úr því að það sé gaman í vinnunni og hefðbundinn vinnudagur brotinn upp með fræðslu frá jafningjafræðslunni, keppni um best hreinsaða svæðið og uppskeruhátíð í lok sumars. Oft á tíðum eru þetta fyrstu kynni ungmenna af launuðu starfi og veitir vinnuskólinn þeim tækifæri til að taka þessi fyrstu skref undir handleiðslu í vernduðu umhverfi og með jafnöldrum. Suðurnesjabær tryggir öllum ungmennum á aldrinum 14-17 ára vinnu í vinnuskólanum.

Við þökkum ungmennunum fyrir vel unnin störf þetta sumarið og hlökkum til að sjá þau næsta sumar!