Fara í efni

Vilt þú láta gott af þér leiða?

Vilt þú láta gott af þér leiða?

Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir samstarfi við einstaklinga og fjölskyldur til að sinna fjölbreyttum verkefnum innan félagsþjónustu. Hentar einstaklega vel sem hlutastarf með námi og/eða með vinnu.

HÆFNISKRÖFUR

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að vinna með börnum og fjölskyldum
  • Hreint sakavottorð
  • Góðar heimilisaðstæður og heilbrigðisvottorð sé sótt um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

STUÐNINGUR VIÐ BÖRN OG FULLORÐNA

Helstu verkefni eru stuðningur, ráðgjöf og leiðbeiningar við einstaklinga. Félagsleg og tilfinningaleg styrking t.d. í tengslum við tómstundir, félagslíf, menntun og vinnu. Starfið byggir á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

STUÐNINGSFJÖLSKYLDA

Helstu verkefni stuðningsfjölskyldna eru að taka reglubundið á móti barni í dvöl og leyfa því að taka þátt í daglegu fjölskyldulífi. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita þeim tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði.

STUÐNINGUR VIÐ FJÖLSKYLDU

Helstu verkefni stuðningsaðila er að veita fjölskyldum stuðning inn á heimili þeirra. Stuðningsaðilar aðstoða og leiðbeina foreldrum við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum.

 

Nánari upplýsingar um störfin veita Sóley Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi soley@sudurnesjabaer.is og Vigdís Sveinsdóttir, félagsráðgjafi vigdis@sudurnesjabaer.is

Símanúmer Fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar er 425-3000/2