Fara í efni

Við opnum afgreiðslu frá bókasafni Suðurnesjabæjar í Garði

Við opnum afgreiðslu frá bókasafni Suðurnesjabæjar í Garði
Bókasafn Suðurnesjabæjar opnar afgreiðslu í Bókasafni Gerðaskóla þriðjudaginn 7. september 2021.
Þangað verður hægt að sækja bókapantanir frá Bókasafni Suðurnesjabæjar og skila þangað bókum.
Opið verður þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 14.30 – 17.30.
Hægt er að panta bækur með skilaboðum á Facebook síðu Bókasafns Suðurnesjabæjar, í síma 425 3060 í afgreiðslunni í Gerðaskóla, í síma 425 3110 í afgreiðslu Bókasafns Suðurnesjabæjar og á netfang: bokasafn@sudurnesjabaer.is
 
Hlökkum til að taka á móti ykkur.