Fara í efni

Vertu hluti af hringrásarhagkerfinu

Vertu hluti af hringrásarhagkerfinu

Kæru íbúar í Suðurnesjabæ

Framundan eru miklar breytingar á meðhöndlun úrgangs, sem byggja á lögum um hringrásarhagkerfi og tóku gildi í byrjun árs 2023. Í þessum breytingum felast miklar framfarir í umhverfis-og loftslagsmálum. Hringrásarhagkerfið gengur út á aðgerðir sem tryggja að auðlindum sé haldið í hringrás en endi ekki í förgun.

Við þurfum öll að taka virkan þátt í að innleiða þær breytingar sem framundan eru, meðal annars við innleiðingu á nýju flokkunarkerfi úrgangs. Í því felst meðal annars að söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi bætist við söfnun á plastumbúðum, pappír/pappa og blönduðum úrgangi við hvert heimili.

Nýlega var upplýsingabæklingi dreift á öll heimili og eru íbúar hvattir til að kynna sér efni hans. Bæklinginn má einnig finna hér í PDF formi

Hægt er að kynna sér væntanlegar breytingar á:

Þá má hafa samband við starfsfólk Suðurnesjabæjar í síma 425 3000 eða heimsækja ráðhúsið að Sunnubraut 4 í Garði og eiga samtal við starfsfólk. Einnig má senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is.

Við erum í þessu saman