Vel heppnuð barnamenningarhátíð
Vel heppnuð barnamenningarhátíð
10. apríl 2025
Skelin barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ fór fram í fyrsta sinn dagana 1. - 6. apríl með stuðningi frá Sóknaráætlun Suðurnesja.
Suðurnesjabær þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd hátíðarinnar og öllum þeim sem komu og gerðu hátíðina að þeirri frábæru upplifun sem hún var.
Listræn tjáning barna og unglinga er mikilvægur þáttur í að skapa líflegt samfélag.
Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og við vonumst til að sjá ykkur aftur á næsta ári.
Til að gera hátíðina enn betri biðjum við áhugasama um að svara örstuttri könnun.