Fara í efni

Vel heppnaður 17. júní í Suðurnesjabæ

Vel heppnaður 17. júní í Suðurnesjabæ

17. júní var haldinn hátíðlegur í Suðurnesjabæ þar sem 80 ára afmæli lýðveldisins var jafnframt fagnað. Dagurinn hófst utandyra þar sem félagar úr hestamannafélaginu Mána teymdu undir börnum og vakti það mikla lukku, boðið var upp á andlitsmálningu og hægt var að fara rúnt í barnalestinni góðu. Skátafélagið Heiðabúar sáu um fánahyllinguna og var fjallkonan þeim til halds og trausts.

Þar á eftir tók við dagskrá á sal Gerðaskóla þar sem þau Guðjón Þorgils og Ásdís Elma sáu um að kynna dagskrána en þau sitja jafnframt í ungmennaráði Suðurnesjabæjar. Fjallkonan Hafdís Birta Hallvarðsdóttir flutti ljóðið „17. júní 1948“ eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur rithöfund frá Sandgerði. Hátíðarræðuna í ár flutti Oddný K.Ásgeirsdóttir formaður ferða-, safna- og menningarráðs. Skemmtiatriðin voru svo í höndum Guðjóns Þorgils sem söng nokkur lög, hljómsveitarinnar Payroll sem skipuð er meðlimum úr Suðurnesjabæ og Team Danskompaní sýndi atriðið Matthildi. Foreldraráð barna fædd 2011 og 2012 í Reyni/Víði sáu um dýrindis kaffihlaðborð og forsætisráðuneytið bauð gestum upp á bollaköku í tilefni 80 ára afmælisins. Dagskránni lauk síðan með frábærum tónleikum í vitanum á Garðskaga þar sem þau Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Kári S.Kárason tóku nokkur vel valin lög.

Dagskráin var vel sótt og tókst vel til. Við þökkum öllum fyrir komuna og vonum að þið hafið notið dagsins!

Hér má sjá myndir frá deginum 17. júní 2024