Fara í efni

Val á jóla- og ljósahúsum Suðurnesjabæjar

Val á jóla- og ljósahúsum Suðurnesjabæjar

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir vel skreytt og skemmtileg jólahús í Suðurnesjabæ og mun valið vera í höndum Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar. Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um valið mánudaginn 21. desember á Byggðasafninu á Garðskaga.

Íbúar Suðurnesjabæjar geta nú sent inn ábendingar sem ráðið tekur svo tillit til í vali sínu. Þeir sem vilja senda inn ábendingar er bent á ábendingakerfi Suðurnesjabæjar á heimasíðunni en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða hringja í síma 425 3000. Hægt verður að senda inn ábendingar til kl.16.00 miðvikudaginn 15. desember.

Ferða-, safna- og menningarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að lýsa Suðurnesjabæ upp og framkalla saman sannkallaða hátíðarstemningu!

Meðfylgjandi má sjá jólaþátt Suðurnesjabæjar sem unninn var í samstarfi við Víkurfréttir í desember 2020.

Jólaþáttur Suðurnesjabæjar 2020