Fara í efni

Val á jóla- og ljósahúsum í Suðurnesjabæ

Val á jóla- og ljósahúsum í Suðurnesjabæ

Aðventan er gengin í garð og hefur Suðurnesjabær tekið á sig hátíðlegan svip þar sem íbúar hafa verið duglegir að prýða hús og garða með litríkum og fallegum jólaljósum.

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir vel skreytt og skemmtileg jólahús og er valið í höndum Ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar.

Íbúar eru hvattir til að senda inn ábendingar um jólahús sem þeir telja verðug viðurkenningar. Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Suðurnesjabæjar en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða hringja í síma 425 3000. Hægt verður að senda inn ábendingar út 14.desember næstkomandi.