Fara í efni

Útinám í leik- og grunnskólum

Útinám í leik- og grunnskólum

Allt starfsfólk í leik- og grunnskólum Suðurnesjabæjar og Voga tók þátt í starfsdegi sem haldinn var í Gerðaskóla, fimmtudaginn 21. nóvember þar sem viðfangsefnið var útinám. Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi útináms fyrir börn og ungmenni en útivera barna hefur minnkað mikið á síðustu árum. Rannsóknir sýna margvísleg jákvæð áhrif útiveru, meðal annars á samkennd, persónuþroska, félagsþroska, hreyfingu, andlega líðan, tengsl við náttúru og skilning á umhverfismálum. Allir leik- og grunnskólar í Suðurnesjabæ og Vogum eiga það sameiginlegt að hafa gott aðgengi að stórfenglegri náttúru auk þess sem þeir eru allir í Reykjanes fólkvangi.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar setti ráðstefnuna en erindi voru flutt af Önnu Sofiu Wahlström, Hrafnhildi Sigurðardóttur, Dr. Jakobi Frímanni Þorsteinssyni og Sigrúnu Svöfu Ólafsdóttur og vöktu þau öll mikla athygli þátttakenda.

Áhugi er fyrir því að halda áfram að efla útinám og útikennslu í sveitarfélögunum og stendur til að fá frekari fræðslu um kennsluaðferðir og leiðir sem nýtast í framsæknu og skemmtilegu skólastarfi.