Fara í efni

ÚTBOÐ Leikskóli við Byggðaveg 5

ÚTBOÐ Leikskóli við Byggðaveg 5

ÚTBOÐ

Leikskóli við Byggðaveg 5

Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í verkið: „Leikskóli við Byggðaveg 5“

Verkið felst í að byggja 1.135 m² leikskóla við Byggðaveg 5 í Sandgerði, Suðurnesjabæ.  Um er að ræða 6. deilda leikskóla á einni hæð. Í þessum áfanga verður byggingin öll fullfrágengin að utan og um 863 m² fullfrágengnir að innan eða 4 deildir af 6. Aðalbyggingarefni hússins er timbur á staðsteyptar undirstöður og botnplötu og er burðarvirki húss er úr krosslímdum CLT timbureiningum.

Verktaki tekur við byggingasvæði frá jarðvegsverktaka og búið verður að fylla undir undirstöður, aðkomuleiðir og bílastæði.  Lóðarframkvæmdir og girðing lóðar er ekki hluti að útboði þessu.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 31. mars 2023.

Útboðsgögn (á tölvutæku formi eingöngu) verða send þeim er þess óska með tölvupósti frá og með fimmtudeginum 2. desember n.k.. Umsóknir um útboðsgögn skulu sendar á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði, fimmtudaginn 30. desember n.k. kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

Fyrirspurnir varðandi einstaka liði útboðsgagna skal senda á netfangið jon@jees.is  innan þess frests sem fram kemur í útboðslýsingu.