Fara í efni

Upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins þriðjudaginn 13. febrúar.

Upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins þriðjudaginn 13. febrúar.

Í ljósi þess að heit vatn fer að öllum líkindum að streyma til Suðurnesjabæjar í kvöld er gert ráð fyrir að starfsemi sveitarfélagsins verði nokkuð hefðbundin á morgun en þó verður því miður ekki hægt að opna íþróttahús og sundlaugar alveg strax.

Íbúar eru því hvattir til að fara sparlega með heita vatnið þegar það kemur og bíða með langar sturtur og heita potta fram á morgundag.

Frekari upplýsingar verða veittar jafnóðum og íbúar hvattir til að fylgjast með upplýsingum frá Suðurnesjabæ.

  • Skólastarf í leik- og grunnskólum (gott ef börn eru klædd í hlýjan fatnað):
    • Gerðaskóli – hefðbundin starfsemi
    • Gefnarborg – hefðbundin starfsemi
    • Sandgerðisskólihefðbundin starfsemi frá kl.10 þann 13. febrúar
    • Sólborg – hefðbundin starfsemi
  • Félagsmiðstöðvarnar Elding og Skýjaborg – hefðbundin starfsemi
  • Íþróttamannvirki  og sundlaugar  - lokað
  • Tónlistarskóli Garðs – hefðbundin starfsemi
  • Tónlistarskóli Sandgerðis – hefðbundin starfsemi
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar – hefðbundin starfsemi
  • Starfsemi velferðarþjónustu fyrir íbúa verður með eftirfarandi hætti.
    • Búsetuúrræði að Lækjarmótum – hefðbundin starfsemi
    • Skammtímavistunin Heiðarholti – hefðbundin starfsemi
    • Björgin í Reykjanesbæ – hefðbundin starfsemi
    • Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ - lokað
    • Dagdvöl aldraðra í Garðvangi – hefðbundin starfsemi
    • Félagstarf aldraðra í Miðhúsum – hefðbundin starfsemi
    • Félagstarf aldraðra í Auðarstofu – hefðbundin starfsemi
    • Heima- og stuðningsþjónusta - hefðbundin starfsemi
  • Ráðhúsið að Sunnubraut – hefðbundin starfsemi
  • Ráðhúsið að Miðnestorgi/Varðan – hefðbundin starfsemi