Umhverfisdagar Suðurnesjabæjar dagana 21.-24. maí 2024.
Íbúar Suðurnesjabæjar eru margir hverjir komnir á fullt skrið við að taka til við hús sín, lóðir og nærumhverfi. Á næstu dögum ætlum við að gera enn betur og taka höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið.
Umhverfisdagarnir verða með talsvert breyttu sniði en áður þar sem aukin áhersla er lögð á fegrun nærumhverfisins. Á umhverfisdögunum munu starfsmenn Umhverfismiðstöðvar vera á ferðinni og vera íbúum innan handar í fegrun síns nærumhverfis.
Íbúar eru hvattir til að klippa tré, raka lauf og hreinsa til á lóðum sínum. Garðaúrgangur sem til fellur í þeirri vinnu gefst íbúum kostur á að koma fyrir á lóðamörkum, starfsmenn Umhverfismiðstöðvar munu fjarlægja garðaúrgang við lóðarmörk að því skilyrði að hann sé snyrtilega frágenginn í pokum.
Á tímabilinu mun áburður vera borinn á opin svæði sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að hlúa að gróðri í lóðum sínum með áburðargjöf og hreinsun.
Götu- og gangstéttarsópar sveitarfélagsins verða á ferðinni og eru íbúar hvattir til að sópa hjá sér stéttir og innkeyrslur þar sem þeir geta sópað því sem til fellur út fyrir lóðamörk sem sópar sveitarfélagsins ná þá að hreinsa upp í sínum yfirferðum.
Fyrir förgun á öðrum úrgangi og rusli er íbúum bent á móttökustöð Kölku í Helguvík þar sem opnunartíminn er eftirfarandi:
- Mánudagur – Föstudagur kl. 10:00-18:00
- Laugardagur kl. 11:00-16:00
- Sunnudagur - Lokað
Vægt gjald er tekið fyrir förgun á úrgangi hjá Kölku, hægt er að sjá verðdæmi á nokkrum hlutum til flokkunar með því að ýta á hnappinn hér að neðan.
Verðdæmi á endurvinnslustöð Kölku
Íbúar geta óskað eftir að láta sækja járn s.s. bílhræ og annað sambærilegt og beiðnir um slíkt fara í gegnum Umhverfismiðstöð sveitarfélagsins í síma 425 3045 eða á netfangið eyjolfur@sudurnesjabaer.is
Tökum höndum saman og fegrum umhverfi okkar og hjálpumst að við að gera bæjarfélagið okkar snyrtilegt.