Umhverfisdagar 20. – 21. maí 2022
Í tilefni umhverfisdaga blæs Suðurnesjabær til átaks í sveitarfélaginu þar sem íbúar eru hvattir til að snyrta vel til í sínu nánast umhverfi. Áhersla er lögð á hreinsun utandyra þar sem lóðir eru hreinsaðar, stéttar sópaðar, hús snyrt og nærumhverfið lagfært.
Íbúum er heimilt er að losa rusl í gáma á lóðum umhverfismiðstöðvanna án endurgjalds að Gerðavegi 11 og Strandgötu 13 á eftirfarandi tímum:
- Föstudaginn 20. maí kl. 13:00 - 17:00
- Laugardaginn 21. maí kl. 10:00 - 16:00
Starfsmenn sveitarfélagsins verða á staðnum. Það flýtir mikið að koma með ruslið vel flokkað samkvæmt eftirfarandi:
- Timbur
- Járnaúrgang
- Annan brennanlegan úrgang
ATH - Áhersla umhverfisdaganna er umhverfishreinsun þar sem markmiðið er að hreinsa bæjarfélagið og koma rusli á víðavangi til förgunar.
ATH - Ókeypis ruslapokar fást í umhverfismiðstöðvunum fyrir alla þá sem vilja taka til hendinni utan lóða sinna.
Afklippur og gróðurúrgang skal flokka og skila á merkt svæði ofan við Háteig í Garði og Byggðaveg í Sandgerði. Plast og annar ólífrænn úrgangur skal settur í sérstakt sorphirðuker á losunarsvæði garðaúrgangs
Umhverfisdeildin vill minna á að lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðum innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og klippa gróðurinn og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.
Einnig eru lóðareigendur hvattir til að snyrta og viðhalda gróðrinum á lóðum sínum og stuðla þannig að vist- og hlýlegra nærumhverfi. Eins eru íbúar bæjarfélagsins sérlega hvattir til að hreinsa til á lóðunum sínum m.a. hreinsa rusl, viðhalda grasi, klippa tré, hreinsa arfa úr beðum o.s.frv.