Fara í efni

Umgengni við jarðvegstipp

Umgengni við jarðvegstipp

Af gefnu tilefni bendum við á að jarðvegstippir sveitarfélagsins (losunarstaðir garðaúrgangs) eru einungis ætlaðir til að losa sig við tré, gras og garðaúrgang.

Ekki er í boði að skilja eftir timburúrgang eða annar úrgang sem ekki fellur undir fyrrnefnda flokka.

Sorpeyðingarstöð Kölku tekur á móti timbri, grófum og blönduðum úrgangi vegna framkvæmda t.a.m. gleri, múrbrot og flísum og ýmsum heimilisúrgangi.

Við hvetjum íbúa til að huga að umhverfinu, flokka rétt og skila úrgangi á viðeigandi staði.