Fara í efni

Umgengni á losunarstöðum fyrir garðaúrgang

Umgengni á losunarstöðum fyrir garðaúrgang

Af gefnu tilefni viljum við benda á að losunarstaðir fyrir garðaúrgang ofan Háteigs í Garði og í gryfjunni ofan Byggðavegar í Sandgerði er eingöngu ætlaðir til losunar á gróðurúrgangi, grasi, afklippum, mold, möl og öðru sem til fellur við garðvinnu, annað rusl skal losa í Sorpeyðingarstöðina Kölku https://www.kalka.is/

Umgengni við losunarstaðina hefur verið óásættanleg eins og má sjá á mynd sem fylgir fréttinni, brugðið verður á það ráð að takmarka aðgang að svæðunum ef umgengni lagast ekki.

Íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til að ganga vel um, losa gróðurúrgang úr plastpokum og setja pokana í gáma sem er á svæðunum.