Fara í efni

Tökum höndum saman og fylgjumst vel með til að stemma stigum við skemmdarverkum

Tökum höndum saman og fylgjumst vel með til að stemma stigum við skemmdarverkum

Borið hefur á slæmri umgengni á leikskólalóðinni við Sólborg undanfarið.

Þar hafa meðal annars verið unnin skemmdarverk á leiktækjum, grindverki og bekkjum auk þess sem þar hefur verið skilið eftir rusl eins og sælgætisbréf, gosflöskur og fleira.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að ræða þessi mál við börn sín að reyna eftir mætti að koma í veg fyrir þessa slæmu umgengi.

Suðurnesjabær vill að lóðin umhverfis leikskólann og leiktæki á henni séu opin almenningi utan opnunartíma en svo það sé hægt þarf að ganga um svæðið af virðingu þannig að leikskólabörn geti notið svæðisins á opnunartíma skólans.