Fara í efni

Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Það var glatt á hjalla á fjölskyldu- og vinasamverunni á Garðskaga þriðjudaginn 28. júlí og þökkum við gestum fyrir komuna.

Meðfylgjandi eru myndir frá deginum en gestir höfðu m.a. tækifæri á að dýfa tánum í sjóinn, leika sér með blakbolta á strandblaksvellinum, búa til listaverk í fjörunni, skoða sig um á Byggðasafninu og njóta útsýnis af toppi Garðskagavita. Í lok dags sungu þær Una María Bergmann og Steinunn Björg Ólafsdóttir, söngkonur, fyrir gesti í vitanum.

Við drógum út tvo heppna vinningshafa sem tóku þátt í útibingóinu og hafa þeir fengið upplýsingar í tölvupósti. Hljóta þeir að launum út að borða á Veitingahúsinu Röstinni.

Við hvetjum íbúa og gesti Suðurnesjabæjar til þess að fylgjast áfram með viðburðum sem auglýstir eru á heimasíðunni okkar, á facebook og instagram.