Fara í efni

Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum

Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra veitti í vikunni styrki sem miða að því að tryggja þolendum og gerendum ofbeldis um land allt aðgengi að stuðningi og ráðgjöf.

Veittir voru styrkir að upphæð 60 miljónum króna og fengu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Vogar og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum 18,8 miljónir króna til að vinna að svæðisbundnu samráði vegna ofbeldis og afbrota á Suðurnesjum.

Stefnt er að því að stofna Velferðarmiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum, byggða á Family Justice Center-líkaninu.