Fara í efni

Sundlaugarvörður óskast

Sundlaugarvörður óskast

Laus er til umsóknar 100% staða karlkyns sundlaugarvarðar við Íþróttamiðstöð Garðs.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a:

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
  • Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.
  • Baðvarsla í karlaklefum.
  • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
  • Þrif.

Hæfniskröfur:

  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
  • Tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð.

 

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Jón Hjálmarsson, í síma 894-6535 eða í tölvupósti á netfangið jon@sudurnesjabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með fimmtudeginum 8. apríl 2021.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á netfangið jon@sudurnesjabaer.is