Fara í efni

Sumarúrræði fyrir námsmenn

Sumarúrræði fyrir námsmenn

Suðurnesjabær hefur nú skilgreint störf sem falla undir aðgerðir ríkisstjórnar Íslands og stuðla að því að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Störfin eru birt undir flipanum laus störf og vakin er athygli á því að fleiri störf geta bæst við það sem nú þegar er komið.

Eftirtalin skilyrði eiga m.a. við um þá sem geta sótt í úrræðið:

  1. Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám að hausti 2021 eða verið skráðir í nám á vorönn 2021.
  2. Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir og hálfur mánuður. Miðað er við tímabilið frá 15.maí - 15. september
  3. Námsmenn þurfa að vera 18 ára (á árinu) eða eldri.
  4. Umsækjendur hafi búsetu í Suðurnesjabæ.

Námsmenn í Suðurnesjabæ eru hvattir til þess að kynna sér úrræðin með von um að hægt sé að tryggja sem flestum námsmönnum vinnu í sumar.