Fara í efni

Sumarstörf 17 ára og eldri

Sumarstörf 17 ára og eldri

Suðurnesjabær auglýsir eftir öflugum einstaklingum til að sinna grasslætti og öðrum verkefnum í sumarvinnu 17 ára og eldri.

Helstu verkefni:

  • Grassláttur á opnum svæðum, skóla- og leikskólalóðum og öðrum svæðum sem sveitarfélagið sinnir.
  • Viðhald opinna svæða.
  • Ýmis verkefni tengd umhirðu og fegrun bæjarins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2006 eða fyrr.
  • Reynsla af orfa- og vélaslætti er kostur.
  • Áhugi á að halda sveitarfélaginu snyrtilegu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og stundvísi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vinnustaðir Suðurnesjabæjar eru tóbakslausir og fjölskylduvænir.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Sótt er um starfið í gegnum Alfreð.

Nánari upplýsingar veitir Einar Jónsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, einarjonsson@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3045.