Sumarfrístund í Suðurnesjabæ
Sumarfrístund fyrir börn fædd árið 2019, sem hefja nám í 1. bekk haustið 2025, opnar fimmtudaginn 7. ágúst og verður starfrækt bæði í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla.
Frístundaheimilin verða opin frá 7. ágúst til skólasetningar og eru sérstaklega ætluð tilvonandi 1. bekkingum. Markmið þessa tímabils er að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla, auðvelda aðlögun og styðja börnin í yfirfærslu í nýtt umhverfi.
Skráning fer fram í gegnum sumar.vala.is og er óháð almennri skráningu í frístundaheimili eftir að skólastarf hefst. Mikilvægt er að skrá börnin í síðasta lagi fyrir 5. ágúst.
Opnunartími er frá 09:00 – 15:00* og er hádegismatur og síðdegisnesti innifalinn.
(*Opið frá 12:00-15:00 18. ágúst)
Gjaldskrá fyrir tímabilið 7. – 21. ágúst 2025
Frístund í 10 daga frá kl. 09:00 – 15:00 - 24.900 kr.
Nákvæmari dagskrá verður send út þegar nær dregur.