Sumarfrístund fyrir börn fædd 2018 í Sandgerðisskóla
Sumarfrístund fyrir börn sem ljúka leikskólagöngu sumarið 2024 og eru á leið í grunnskóla er opin frá 8. ágúst – 21. ágúst. Markmiðið er meðal annars að gefa börnum tækifæri á að sækja sinn grunnskóla með hópnum sínum úr leikskólanum og fá þannig rólega aðlögun að grunnskóla. Börnin fá tækifæri til að kynnast sínum skóla, Skólaseli og nærumhverfi skólans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf grunnskólagöngu. Mikil áhersla verður lögð á samveru, útiveru, hreyfingu, sköpun og leiki. Nánari dagskrá verður send út síðar.
Gert er ráð fyrir að skráningu ljúki fyrir 4. júní. ATH: skráningin á einungis við um Sumarfrístundina og er ekki tengt Skólaseli eftir að grunnskóli hefst þann 22. ágúst.
Sumarfrístundin verður opin frá kl.9:00-15:00. Þann 19. ágúst er opið frá kl. 12:00-15:00 vegna starfsdags.
Gjaldið er 23.000.-kr. Innifalið í gjaldinu er hádegismatur og síðdegishressing frá Skólamat.
Starfsfólk í sumarfrístund eru starfsfólk skólanna og úr vinnuskóla sveitarfélagsins.
Sumarfrístundin verður staðsett í Sandgerðisskóla.
Rafræn innritun er hér
Nánari upplýsingar í síma 425-3000 / Netfang; sumarfristund@sudurnesjabaer.