Fara í efni

Suðurnesjabær semur við Tröppu

Suðurnesjabær semur við Tröppu

Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar undirritaði á dögunum samning við Tröppu um talþjálfun fyrir nemendur í grunnskólum Suðurnesjabæjar og Voga. 

Talþjálfun mun fara fram í gegnum fjarfundarbúnað á skólatíma.  Markmiðið er að bæta við þá þjónustu sem er nú þegar til staðar fyrir börn með málþroska og/eða framburðarfrávik.

Í upphafi er samningurinn hugsaður sem tilraunarverkfeni og verður í stöðugri þróun svo hægt sé að koma til móts við sem flesta nemendur.

Starfsmenn Suðurnesjabæjar sem koma að verkefninu hlakka til samstarfsins við Tröppu.