Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í verkið ” Ásabraut – Endurgerð götu - 1. áfangi ”.
ÚTBOÐ
Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í verkið ” Ásabraut – Endurgerð götu - 1. áfangi ”.
Verkið er fólgið í endurgerð götunnar Ásabraut í Sandgerði, Suðurnesjabæ sem er íbúðagata í grónu og fullbyggðu hverfi með aðkomu að leikskóla. Um er að ræða uppúrtekt í götustæði, gröft fyrir lögnum, fyllingum í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, tengja lagnir við núverandi lagnir, útlagning jöfnunarlags, malbikun, steypa kantstein, steypa gangstéttir og annað eins og fram kemur í útboðgögnum.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppúrtekt 2800 m³
Fyllingar 2600 m³
Fráveitulagnir 450 m
Vatnslagnir 230 m
Malbik 1350 m²
Steyptar gangstéttar 700 m²
Þökulögn 300 m²
Verklok skulu vera eigi síðar en 4 mánuðum eftir að verk hefst skv. samþykktri verkáætlun, þó aldrei síðar en 31. mars 2023.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið jonthor@t-sa.is með upplýsingum um nafn fyrirtækis, heimilisfang, nafni og síma tengiliðs ásamt netfangi. Útboðsgögn verða þá send á netfang viðkomandi.
Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 11. nóvember 2022.
Tilboðum skal skilað eins og fram kemur í útboðsgögnum eigi síðar en föstudaginn 25. nóvember 2022, kl. 14:00.