Fara í efni

Suðurnesjabær hlýtur endurvottun á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.

Suðurnesjabær hlýtur endurvottun á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins.

Á vormánuðum fór fram úttekt á jafnlaunakerfi Suðurnesjabæjar en Versa vottun sá um framkvæmdina. 

Niðurstaða úttektar á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins er sú að úttektar aðili mælir með endurvottun á kerfinu og hlýtur því Suðurnesjabær áframhaldandi vottun sem mun gilda í 3 ár eða til júní 2026. Frumúttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins var árið 2020 og gilti hún til 25. júní 2023

Jafnlaunvottun er byggð á staðlinum ÍST 85:2012 en meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði ásamt því að staðfesta að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við launaákvarðanir.

Jafnlaunakerfi Suðurnesjabæjar nær til allra starfmanna sveitarfélagsins og samanstendur m.a. af skjalfestum verkferlum, launaviðmiðum og greiningum. Endurvottun á jafnlaunakerfinu er mikilvægur áfangi Suðurnesjabæjar í vegferð sinni að bættu jafnrétti og staðfestir vinnu sveitarfélagsins í jafnréttismálum. Niðurstaða úttektar er hvatning fyrir sveitarfélagið til að halda áfram markvissri vinnu í jafnréttismálum og stuðla að jafnrétti í störfum sveitarfélagsins.