Suðurnesjabær býður upp á akstur milli byggðakjarna laugardaginn 30.ágúst
Suðurnesjabær býður upp á akstur milli byggðakjarna laugardaginn 30.ágúst
26. ágúst 2025
Í tilefni Vitadaga – Hátíð milli vita ætlar Suðurnesjabær að bjóða íbúum upp á akstur á milli byggðakjarna laugardaginn 30. ágúst.
Akstursþjónustan stöðvar á eftirfarandi stöðum til þess að skila af sér og taka á móti farþegum:
- Strætóskýli við Sandgerðisskóla
- Strætóskýli við Vörðuna
- Strætóskýli við Garðbraut á móti Ráðhúsinu í Garðinum
- Garðskagi – við hátíðarsvæðið
Akstur að degi til:
- Kl. 12:30 – 15:00 – Ferðir frá Sandgerði
- Kl. 15:30-17:00 – Ferðir frá Garðinum
Akstur að kvöldi til:
- Kl. 19:15-20:30 – Ferðir frá Sandgerði
- Kl. 22:30-23:30 – Ferðir frá Garðinum
Viðbúið er að einhver seinkunn kunni að vera sökum umferðar. Farþegar eru beðnir um að sýna þolinmæði og skilning gagnvart því.
Athugið: Þetta er ekki strætóvagn á vegum Strætó.