Fara í efni

Stuðningur við barnafjölskyldur í Suðurnesjabæ

Stuðningur við barnafjölskyldur í Suðurnesjabæ

Stuðningur við barnafjölskyldur í Suðurnesjabæ

Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2024 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 13. desember 2023. Aukin áhersla er á að styðja við barnafjölskyldur í Suðurnesjabæ og eru hér helstu breytingar á kostnaðarþáttöku sveitarfélagsins í þeim efnum.

Heimgreiðslur

Heimgreiðslur, áður umönnunargreiðslur,  til foreldra sem ekki nýta þjónustu dagforeldra hækka úr 45 þús.kr í 100 þús.kr fyrir hvern mánuð.  Fyrsta greiðsla er að loknum réttindum til fæðingarorlofs, eða frá þeim tíma sem sótt er um heimgreiðslur. Síðasta greiðsla er greidd út þann mánuð sem barn verður tveggja ára, eða þar til barni er boðin innganga í leikskóla eða hefur vistun hjá dagforeldri. Heimgreiðslur eru ekki greiddar eftir að barni hefur verið boðin innganga í leikskóla eða hefur hafið vistun hjá dagforeldri. Heimgreiðslur eru greiddar til foreldra, en ekki til barns. Þar af leiðandi gildir sama upphæð ef um fjölbura er að ræða.

 

Niðurgreiðslur vegna dagvistunar hjá dagforeldrum

Niðurgreiðslur vegna dagvistunar hjá dagforeldri hækkar úr 70 þús.kr.  í 80 þús.kr. á mánuði m.v. 8 tíma vistun þangað til að barnið nær 18 mánaða aldri.Niðurgreiðslur dagvistunar hjá dagforeldri fyrir börn 18 mánaða börn og eldri verður hækkuð í 112 þús.kr. á mánuði m.v. 8 tíma vistun þangað til barni verður boðin innganga í leikskóla. Er þannig verið að koma til móts við foreldra barna sem náð hafa inntökualdri leikskóla í Suðurnesjabæ.

Máltíðir í grunnskólum

Niðurgreiðslur á máltíðum nemenda í grunnskólum Suðurnesjabæjar verður aukin úr 50% upp í 60%. Munu foreldrar því greiða 40% kostnaðar máltíða í stað 50% áður. Innleiddur verður fjölskylduafsláttur þannig að gjaldfrjálst verður fyrir þriðja barn úr sömu fjölskyldu að vera í áskrift.

Frístundaakstur

Samþykkt hefur verið að hefja tilraunaverkefni með frístundaakstur barna á milli byggðarkjarna virka daga frá kl.14-17. Verkefnið hefst um leið og verklag og skipulagning liggur fyrir og verður það endurmetið með tilliti til nýtingar og verklags að vori.