Stóri plokkdagurinn 28. apríl
Stóri plokkdagurinn 28. apríl
26. apríl 2024
Sunnudaginn 28. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn. Við hvetjum íbúa, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem til hefur fallið. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.
Af hverju að plokka
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Einstaklingsmiðað
- Hver á sínum hraða
- Hver ræður sínum tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Fegrar nærsamfélagið
- Öðrum góð fyrirmynd