Fara í efni

Starfsmaður í barnavernd

Starfsmaður í barnavernd

Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar auglýsir 100 % stöðu í Barnavernd. Helstu verkefni eru meðferð og vinnsla barnaverndarmála og eftirfylgni þeirra.

Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum þvert á stofnanir.

Meðal verkefna eru:

 • Vinnsla barnaverndarmála
 • Ráðgjöf við foreldra og börn
 • Samtarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir er tengjast börnum
 • Sinna bakvöktum

 Hæfniskröfur:

 • MA í félagsráðgjöf eða starfsréttindanám
 • Reynsla af starfi barnaverndar æskileg
 • Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á OneSystem kostur
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Bílpróf er skilyrði
 • Hreint sakavottorð

 Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2020

Umsókn ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið afgreiðsla@sudurnesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rós Skúladóttir mariaros@sudurnesjabaer.is deildarstjóri félagsþjónustu eða Guðrún Björg Sigurðardóttir gudrun@sudurnesjabaer.is sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 425-3020.