Fara í efni

Starfsemi og þjónusta Suðurnesjabæjar

Starfsemi og þjónusta Suðurnesjabæjar

Nú er starfsemi og þjónusta Suðurnesjabæjar að mestu orðin hefðbundin á ný eftir þessa krefjandi síðustu daga. Skólahald gekk vel í dag í öllum skólum sveitarfélagsins þar sem hiti var kominn á allar skólabyggingar áður en skólastarf hófst í morgun. Starfsfólk Suðurnesjabæjar og verktakar voru á vaktinni fram eftir nóttu og í morgun til að tryggja að skólar væru tilbúnir.

  • Sundlaugar verða lokaðar eitthvað áfram en hugað verður að opnun þeirra í samvinnu við HS Veitur og verður það líklega ekki fyrr en eftir nokkra daga.
  • Líkamsræktaraðstaða bæði í Garði og Sandgerði mun vera með hefðbundna opnun frá og með miðvikudeginum 14. febrúar.
  • Íþróttahúsið í Sandgerði mun einnig vera með hefðbundna opnun frá og með miðvikudeginum 14. febrúar. 
  • Íþróttahúsið í Garði verður lokað næstu daga á meðan unnið er því að koma öllum kerfum í gang.

Önnur starfsemi og þjónusta Suðurnesjabæjar verður með hefðbundnu sniði.

Suðurnesjabær vill þakka öllum sem stóðu vaktina og komu okkur í gegnum þessa krefjandi tíma. Sérstakar þakkir fá starfsfólk, íbúar, fyrirtæki á svæðinu, HS Veitur, HS Orka, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Suðurnesjum, Brunavarnir Suðurnesja ásamt þeim fjölmörgu einstaklingum og verktökum sem lögðust á eitt til að láta hluti ganga upp fyrir okkur.

Með jákvæðni, útsjónarsemi og seiglu að vopni komumst við í gegnum allt.