Fara í efni

Sorphirða í Suðurnesjabæ

Sorphirða í Suðurnesjabæ

Breyting hefur verið gerð á þjónustuaðilum í kjölfar niðurstöðu útboðs um hirðu úrgangs frá heimilum á Suðurnesjum. Niðurstöður útboðsins urðu þær samið var við tvo aðila og skiptist það með eftirfarandi hætti:

  • Terra sér um sorphirðu á  lífrænum og blönduðum úrgangi og er það hirt á 2 vikna fresti
  • Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu á Pappa/pappír og plasti og er það hirt á 4 vikna fresti

Samningarnir við báða aðila eru gerðir til sex ára með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn, tvisvar sinnum.

Athugasemdum/kvörtunum vegna sorphirðu á almennum og lífrænum úrgangi skal beint til Terra í síma 535 2500 einnig má koma ábendingum á netfangið terra@terra.is

Athugasemdum/kvörtunum vegna sorphirðu á pappa/pappír og plasti skal beint til Íslenska gámafélagsins í síma 577 5757 einnig má koma ábendingum á netfangið igf@igf.is

Þrjár sorptunnur fylgja hverju fastanúmeri íbúðarhúsnæðis.

Ein 240 l. Pappa/pappírs tunna,ein 240 l. Plast tunna og ein 240 l. tvískipt tunna sem er fyrir lífrænan eldhúsúrgang og blandaðan úrgang . Fasteignareigandi greiðir aukalegt sorphirðugjald af hverri auka sorptunnu. Það er innheimt af viðkomandi sveitarfélagi í gegnum fasteignagjöld. Óski fasteignareigandi eftir auka eða viðhald á tunnu getur hann hringt í Kölku í síma 421-8010 eða fyllt út formið á heimasíðu Kölku. Viðhald (Tunnur/ker).

Nánari upplýsingar um verð og tunnutegundir má sjá í gjaldskrá sorpgjalda.

Sorphirðudagatal:

Dagatalið er þannig byggt upp að einstökum sveitarfélögum er gefin mismunandi litur. Þessi litur gefur til kynna hvenær sorp er hirt í viðkomandi sveitarfélagi. Hægt er að sjá dagatal yfir sorphirðudaga á heimasíðu Kölku.

Grenndarstöðvar:

Á eftirtöldum stöðum geta íbúar Suðurnesjabæjar skilað forflokkuðu endurvinnsluefni:

Hér má sjá losunardagatal fyrir grenndarstöðvarnar í prentvænni útgáfu:

Hér er að finna helstu upplýsingar um flokkun, hirðu og meðhöndlun úrgangs.

Kalka bindir miklar vonir við aukinn árangur í flokkun á svæðinu og hlakkar til samstarfsins við Íslenska gámafélagið og Terra umhverfisþjónustu en ekki síður við íbúana á svæðinu.