Fara í efni

Sól og blíða í Suðurnesjabæ

Sól og blíða í Suðurnesjabæ

Nú þegar sumarið er loksins komið þá er tækifæri til að mála úti. Nú stendur yfir vinna við málun leiktækja á leiksvæðum sveitarfélagsins og eru foreldrar beðnir um að líta til með börnum sínum þannig að ekki komi til tjóns á fatnaði þeirra.

Þessi vinna gengur hratt yfir þegar veður er gott og munu framkvæmdir standa yfir núna í ágúst eftir því sem veðuraðstæður leyfa.

Vonast er til að fólk sýni skilning á meðan á þessu stendur.